siggi ormur

25C1F636-593B-476D-A5D9-348EE6E8A3A3

 

ánamaðkanir teygjast á nóttunni

þegar að siggi fer út að týna

hann hoppar út í gúmmí-stígvélunum sínum

stundum lendir hann í poll ef hann er heppinn

 

hann segir að það sé best að fara á milli fjögur-og-fimm því þá eru þeir mest á iði,

maðkarnir

 

siggi vill líka vera á sífelldri hreyfingu 

honum finnst eins og hann ná hámarks einbeitingu á nóttunni

þá veit hann að hann er ekki að missa af neinu mikilvægu

 

það er líka mjög mikilvægt að fara beint eftir rigningu

annað væri eiginlega bara heimskulegt

helst milda

þannig að þeir nenni uppúr moldini

 

siggi keypti sprota og spítu sem hann nuddar í jörðina

slær svo sprotanum í spítuna

til að kalla á þá

 

þeir troða sér upp úr blautu grasinu

 

siggi grípur einn glóðvolgann

skoðar hann með stækkunargleri

kinkar kolli og segir,

 

“þetta er framtíðin,

fólk er að fara að borða þetta innan við tíu ár,

ég er að segja þér það.”

 

sá seinasti sem að siggi nappaði var víst mjög margmæltur

með hendur og fætur

er það þá ormur?

 

 

 

 


Bloggfærslur 15. nóvember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband